Skilmálar

Kt 130878-5639

vsknr:  144070

 

Almennt

Þessi vefsíða er í eigu Cordelia. Ef þú ferð á vefsíðuna og leggur fram pöntun samþykkir þú þessa skilmála.

Vinsamlega lestu skilmálana vandlega þar sem þeir innihalda mikilvægar upplýsingar. Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur á netfangið info@cordelia.is

Við hjá Cordelia áskiljum okkur rétt til að breyta, fjarlægja eða bæta við vefsíðuna og skilmála þessa án sérstakra tilkynninga. Skilmálarnir sem eru í gildi þegar pöntun er gerð, gilda um viðkomandi pöntun, með öllum þeim breytingum og viðaukum sem kunna að hafa verið gerðir á þeim. Skilmálarnir skulu vera í samræmi við landslög Íslands, tilskipanir og reglur Evrópska Efnahagssvæðisins eftir því sem við á.

Persónuvernd og trúnaður

Við hjá Cordelia heitum þér fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem þú gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 46/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.

Við leggjum áherslu á öryggi persónuupplýsinga og að farið sé með allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og persónuverndarlög.

Við leggjum áherslu á að vinnsla á persónugreinanlegum upplýsingum sé takmörkuð að því marki að hægt sé að veita þá þjónustu sem viðskiptavinir biðja um. Að vinnsla upplýsinga um viðskiptavini sé gerð á ábyrgan, öruggan og löglegan hátt.

Við leggjum áherslu á að allar upplýsingar um viðskiptavini sem látnar eru í té eða sóttar með þeirra leyfi til þriðja aðila séu eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir biðja um.

Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir Cordelia séu eigendur að sínum eigin persónuupplýsingum, hafi einir aðgang að slíkum upplýsingum, ásamt starfsfólki Cordelia og nauðsynlegum þriðju aðilum 

Persónulegar upplýsingar sem við söfnum

Mögulegt er að söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir. Einnig fjármálatengdar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmer og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang og símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengd upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir.



Verð

Verð á vefsíðunni eru gefin upp í íslenskum krónum. Allt verð á vefsíðunni er birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Einnig áskilur Cordelia sér rétt til að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. 

Cordelia áskilur sér rétt til að falla frá afhendingu vörunnar ef t.d um skýra verð villu er að ræða, í slíkum tilvikum ber Cordelia ábyrgð á að tilkynna strax um villuna og leiðrétta verð. Við reynum að sjá til þess að réttar vörumyndir og upplýsingar séu gefnar upp í vefverslun okkar en mikilvægt er að hafa í huga að möguleiki er á minniháttar lita mun milli vöru og myndar.

Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl/innsláttar eða prentvillu.

Greiðsla

Netverslunin Cordelia samþykkir eftirfarandi greiðslumáta fyrir pantanir á vefsíðu: Kreditkort (VISA/MasterCard) og debetkort (VISA Electron/Maestro). Kortafærslur fara fram á öruggri greiðslusíðu SaltPay á Íslandi. 

Millifærslur á bankanr. 0511-26-022401. Kt. 130878-5639


Afhending

Afhendingartími innan höfuðborgarsvæðis er 1-3 virkir dagar og eru keyrðar út á milli 18-22:00, nema um annað sé samið. 

Afhendingartími utan höfuðborgarsvæðis er að jafnaði um 2-5 virkir dagar og er dreift af Íslandspósti og Dropp, pantanirnar eru að jafnaði póstlagðar næsta virka dag frá pöntun.

Viðkomandi fær senda staðfestingu í pósti þegar varan fer í sendingu.

Sendingargjald: 

Ef verslað er fyrir 7500 kr. eða meira er sendingin gjaldfrjáls.

Ef verslað er fyrir minna en 7500 kr. þá er sendingarkostnaður frá 790-1640 kr. fer eftir því hvaða sendingar máta viðkomandi velur.

Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin endurgreiðsla.


Hægt er að senda vöruna til baka. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og ber viðkomandi að borga undir pakkann ef hann ætlar að skila eða skipta vörunni póstleiðis. 


Skilafrestur

Samkvæmt reglum um rafræn kaup, mátt þú hætta við kaupin innan 14 daga að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín. Greiðslukvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með ef um vöruskil er að ræða. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga/gallaða vöru.

Endurgreiðsla er gerð á sama kreditkort og kaupin áttu sér stað upphaflega og athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 5 virka daga til að ganga í gegn. Þetta getur verið mismunandi eftir kortafyrirtækjum og getum við því miður ekki haft áhrif á þetta.

Ef pöntuð vara passar ekki er sjálfsagt mál að skipta um stærð eða í aðra vöru svo lengi sem að lagerstaða okkar leyfir. Ef um skipti er að ræða biðjum við þig vinsamlegast að hafa samband við okkur í gegnum info@cordelia.is

Útsöluvörur sem verslaðar eru má skila/skipta innan 14 daga frá kaupum gegn annarri vöru eða inneignarnótu.

Ef senda þarf vöru til baka greiðist sá sendingarkostnaður af viðskiptavini.

Afsláttarkóðar eiga ekki við útsöluvörur.

Ábyrgðarskilmálar

Ef vara telst gölluð munum við gera við hana. skipta henni eða endurgreiða allt án kostnaðar fyrir viðskiptavin. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.

Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að hafa samband við okkur í gegnum info@cordelia.is