Bamboo efnið

Bamboo efnið

Aðeins um kosti Bamboo – efnis

Það eru margir kostir við Bambus efnið í fötunum frá okkur. Bambus efnið er svo mjúkt að það er eins og það svífi á húðinni, sumum finnst það jafnvel vera mýkra en silki, sem gerir það að einu þæginlegasta efni sem þú getur klæðst. Þar sem bambus efnið er ofur mjúkt minnir það á lúxus efni og er þannig byggt að það ætti ekki að valda ertingu.

Bambus fatnaður andar vel og býður upp á góða loftun en því má þakka smá holum í trefjum efnisins. Þessi góða öndun heldur þér ferskri lengur, og þar af leiðandi er hægt að þvo fötin sjaldnar. Það má segja að föt úr bambus séu umhverfisvænni, þar sem þau þarf sjaldnar að þvo og þannig endast þau lengur.

Eins og áður sagði andar bambus fatnaður vel, og hentar því vel í hlýju veðri. Hitastillandi eiginleikar bambus efnisins hjálpa þér að halda þér svalri þegar heitt er úti. Öndun og eðli efnisins veita fullkomin þægindi á heitum dögum. Þannig að á heitu sumarkvöldi mun bambus efnið halda þér svalari en til dæmis bómullarföt.

Það sem er sérstakt við eiginleika bambus efnisins er ekki bara að það heldur okkur svölum í miklum hita, þá heldur bambus efnið á okkur hita á veturna þegar kalt er. Þetta gerir bambus efnið að afburðargóðu efni fyrir hvaða veður sem er. Þetta er vegna þversniðs trefja sem hjálpa til við að halda hita inni á kaldari dögum og tryggja að bambus sé hlýrra en bómull þegar hitastigið lækkar.

Bambus efnið hjálpar í raun við að halda húðinni þægilegri og þurri með því að draga raka frá húðinni hraðar. Þetta gerir bambus fullkomið fyrir íþróttafatnað eða nærfatnað, þar sem það andar mun betur en bómull. Auk þess þorna bambusföt tvöfalt hraðar en bómull.

Enn einn kostur bambus efnisins er að það er talið bakteríudrepandi, sem þýðir að flíkin þín verður ferskari lengur þar sem trefjar efnisins hjálpa til við að berjast gegn lykt.

Bambus efnið veitir náttúrulega vernd gegn skaðlegum geislum sólar og síar um það bil 97,5% af UV geislum hennar, sem við þurfum kannski ekki að hafa miklar áhyggjur af þegar við erum á náttfötunum en gott að vita af.

Bambus efnið virðist vera tilvalið fyrir viðkvæma húð.

Bambus efnið krumpast síður og þarf ekki oft að strauja, best er að þvo á lágum hita og hengja þau upp til þerris.

Kostir þessa efnis eru margir og erum við hjá Cordelíu mjög ánægðar með það.

(Birt með fyrirvara)